Egill Örn Jóhannsson

Ófeigur Lýðsson

Egill Örn Jóhannsson

Kaupa Í körfu

„Íslenski bókamarkaðurinn er samkeppnismarkaður og mjög dínamískur en engu að síð- ur er þetta örmarkaður og reksturinn hefur verið útgefendum oft ansi erfiður,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, en útgáfufélagið var stofnað árið 2001 og gefur út bækur m.a. undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu. „Árið 2007 keypti Mál og menning bókmenntafélag, útgáfuhluta Eddu útgáfu og sameinaði JPV útgáfu og úr varð Forlagið. Við þann gjörning eignaðist Mál og menning 50% hlut í Forlaginu og hafa þeir farið með stjórnarformennsku í félaginu síðan þá.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar