Reiðskóli Reykjavíkur

Styrmir Kári

Reiðskóli Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Tvíburasysturnar Tanja Dóra og Tinna Dröfn Benjamínsdætur eru á sautjánda ári. Þær starfa báðar í Reiðskóla Reykjavíkur sem leiðbeinendur og kenna yngstu kynslóðinni tökin á hestamennskunni en þær stigu sín fyrstu skref í hestamennskunni á reiðnámskeiði í Reiðskóla Reykjavíkur sex ára gamlar. Eftir fyrsta námskeiðið varð ekki aftur snúið og hafa þær verið í hestamennsku upp frá því. „Við höfum elskað hesta frá því við vorum litlar. Foreldrar okkar ákváðu að senda okkur hingað á reiðnámskeið og fórum við á hverju ári eftir það,“ segir Tanja en enginn í fjölskyldu systranna stundar hestamennsku fyrir utan þær. „Jafnvægisæfingarnar,“ svarar Tanja spurð hvað henni fannst skemmtilegast á reiðnámskeiðunum þegar hún lítur til baka. Í slíkum æfingum er riðið berbakt og m.a. höndum sleppt og snúið öfugt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar