Signý Óskarsdóttir

Guðrún Vala

Signý Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

Signý Óskarsdóttir sagði nýlega frá því í spjallþætti í sjónvarpi hvernig hún tókst á við mikla streitu og breytti lífi sínu í kjölfarið. Signý hefur réttindi sem grunn- og framhaldsskólakennari og hefur meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún er gift Magnúsi Smára Snorrasyni og eiga þau samtals 3 dætur og eitt barnabarn. Stóð ekki í lappirnar einn góðan veðurdag Fyrir rétt rúmu ári varð umbreyting í lífi Signýjar þegar heilsan gaf sig vegna streitu. „Þegar ég lít til baka þá var að- dragandinn langur og ég var búin að vera undir miklu álagi í langan tíma. Ég byrjaði í háskólanámi og eignaðist yngstu dóttur mína á meðan ég var í náminu. Ég var byrjuð að vinna áður en ég útskrifaðist úr grunnnáminu, hélt áfram að mennta mig með- fram vinnu og tók að mér ýmis krefjandi verkefni á þeim tíma. Síðustu þrjú árin áður en ég „hrundi“ fann ég fyrir svima og mikilli þreytu sem engin læknisfræðileg skýring fannst á. Ég segi „hrundi“ því ég bókstaflega stóð ekki í lappirnar einn góðan veðurdag.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar