Gísli Örn Bragason hlauparatleikur

Gísli Örn Bragason hlauparatleikur

Kaupa Í körfu

Þetta er fyrir alla fjölskylduna og allir geta fundið vegalengd við hæfi,“ segir Gísli Örn Bragason einn af skipuleggjendum ICE-O-rathlaupakeppninnar sem stendur yfir dagana 11. til 14. ágúst. Rathlaupafélagið Hekla skipuleggur mótið. Keppnin sjálf stendur yfir í þrjá daga en hefst með einu æfingahlaupi á morgun, fimmtudag, kl. 16-18 í Öskjuhlíð í Reykjavík. Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni. Rathlaup snýst um að hlaupa sem hraðast á milli ákveðinna staða eftir korti. Á mótinu er boðið upp á fjölbreyttar, miserfiðar brautir og því eru þátttakendur allt frá byrjendum yfir í vana hlaupara. Mótið er haldið í sjötta sinn að þessu sinni og stefnir í góða þátttöku þar af eru rúmlega 70 erlendir hlauparar skráðir. Rathlaupið fer fram á þremur stöðum, á föstudag á Úlfljótsvatni, laugardag í Heiðmörk og á sunnudag við Reynisvatn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar