Jazzhátíð Reykjavíkur sett í 27. sinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jazzhátíð Reykjavíkur sett í 27. sinn

Kaupa Í körfu

Jazzhátíð Reykjavíkur var sett í 27. sinn í Hörpu í gær. Að vanda markaði svonefnd Jazzganga upphaf hátíðarinnar. Vegna veðurs fór hún fram innandyra í Hörpu en ekki frá Hlemmi að tónlistarhúsinu eins og til stóð. Harpa hýsir nær alla viðburði hátíðarinnar fram á sunnudag. Sannkölluð karnivalstemning ríkti í tónlistarskrúðgöngunni, en fyrir göngunni fór Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir básúnuleikari sem verið hefur með annan fótinn í Brasilíu síðustu ár og m.a. sinnt kennslu þar í landi. Alls verða 30 viðburðir og tónleikar þá fimm daga sem hátíðin stendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar