Bandarískir vísindamenn

Bandarískir vísindamenn

Kaupa Í körfu

Bandaríska hafrannsóknaskipið USNS Henson lagðist að Skarfabakka í Reykjavíkurhöfn á mánudag. Með í för var William Burnett, undirforingi og tæknilegur stjórnandi veður- og haffræðistjórnar bandaríska sjóhersins. Skipið er eitt af sex sambærilegum skipum í eigu bandaríska hersins, nánar tiltekið Haffræðistofnunar bandaríska sjóhersins (NAVOCEANO). Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skip á vegum Haffræðistofnunarinnar hefur viðkomu í Reykjavík, en Henson og systurskip þess hafa komið hingað yfir 32 sinnum frá árinu 2000. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Burnett heimsækir Ísland

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar