Heilsugæslustöð í Mývatnssveit

Birkir Fanndal

Heilsugæslustöð í Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

Formleg opnun Dagbjört Bjarnadóttir ávarpar viðstadda þegar heilsugæslustöðin var opnuð formlega. Nýbyggð heilsugæslustöð í Reykjahlíð í Mývatnssveit var tekin í notkun á miðvikudag. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, klippti á borða ásamt Dagbjörtu Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi til merkis um að stöð- in hefði verið opnuð. Fjölmargir heimamenn og gestir voru við athöfnina sem fram fór fyrir utan stöðina í blíðviðri. Að lokum var fólki boðið að skoða stöð- ina og þiggja veitingar. Fyrsta skóflustunga að heilsugæslustöðinni var tekin 27. júlí í fyrra. Má því segja að rösklega hafi verið að verki staðið þá loks að langþráður draumur fólksins í Mý- vatnssveit komst í framkvæmd. Húsið er timburhús, um 240 fermetrar að stærð, með um 30 fermetra opnu bílskýli. Arkitekt er Björn Kristleifsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar