Framkvæmdir í 101

Ófeigur Lýðsson

Framkvæmdir í 101

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru komnar nokkuð á veg við fyrirhugað Hafnartorg, en svo munu byggingarnar nefnast sem reisa á við hlið Tollhússins í Reykjavík. Tæplega tuttugu manns eru nú við vinnu á reitnum og verður fjöldinn þannig áfram í fyrstu skrefum uppsteypunnar. „Þegar mest verður býst ég við að fjöldinn fari vel yfir hundrað manns, þegar allt verður komið í fullan gang jafnt innan húss sem utan,“ segir Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri ÞGVerks, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verður gríðarlega stór vinnustaður og við erum þegar byrjuð að búa okkur undir það.“ „Gríðarlegt byggingarmagn“ ÞG-Verk fer með framkvæmdir á svæðinu eftir að fyrirtækið keypti hluta Reykjavík Development ehf. í verkefninu í maí síðastliðnum. Segist Örn búast við því að örla fari á byggingum á reitnum þegar líða fer á veturinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar