Alþingi - Þingfundur settur

Alþingi - Þingfundur settur

Kaupa Í körfu

Alþingi kom saman á ný í gær að loknu sumarleyfi. Sigurður Ingi Jó- hannsson forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um stöðu þjóð- mála og í kjölfarið hófst umræða í þingsal. Stiklaði ráðherrann á stóru um verk ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og nefndi ýmsar hagstærðir í því samhengi. „Flestar spár eru Íslendingum hagfelldar nú um stundir. Gangi spár um hagvöxt eftir verður landsframleiðsla á mann árið 2016 hærri en árið 2007. Það sem skiptir þó mestu er að hagvöxtur nú er mun heilbrigðari en árið 2007 þegar hann var að miklu leyti byggður á aukinni skuldsetningu. Hagvöxtur er nú knúinn áfram af fjárfestingu og einkaneyslu,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar