ólympíufarar

Kjartan Þorbjörnsson

ólympíufarar

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKU Ólympíufararnir komu til landsins gær og var vel tekið á móti þeim eins og sjá má á myndunum. Krakkar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar biðu eftir hetjunni sinni, Erni Arnarsyni og klöppuðu vel og lengi fyrir honum þegar hann birtist. Á myndinni hér til hliðar færir Grímur Valdimarsson, formaður Glímufélagsins Ármanns, hlaupakonunni Guðrúnu Arnardóttur veglegan blómvönd frá félaginu. Vala Flosadóttir fór til Kaupmannahafnar og tók móðir hennar á móti henni þar. Vala kemur til landsins í næstu viku og verður við formlega móttöku forseta Íslands á föstudaginn og daginn eftir tekur menntamálaráðherra á móti Ólympíuförunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar