Húsavíkurhöfði jarðgöng

Hafþór Hreiðarsson

Húsavíkurhöfði jarðgöng

Kaupa Í körfu

Sprengingum í jarðgöngunum um Húsavíkurhöfða lauk í gær með því að norski gangaflokkurinn „sló í gegn“ og göngin opnuðust inn í Laugardal sem er sunnan við iðnaðarsvæðið á Bakka. Vinna við göngin, veginn og tilheyrandi breytingar við höfnina heldur áfram enda eru verkskil ekki fyrr en að ári. Fyrstu sprengingar í Húsavíkurhöfðagöngum voru 10. mars á þessu ári þannig að gröfturinn hefur tekið rúmlega fimm mánuði. Stefán Sigurðsson, verkefnisstjóri hjá LNS Sögu, segir að það sé samkvæmt áætlun. Þykir það gott því ýmislegt getur komið upp á við gangagerð, eins og reynslan sýnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar