Svavar og Stefán - Löndun

Ófeigur Lýðsson

Svavar og Stefán - Löndun

Kaupa Í körfu

Lesendur þekkja starf sjómannsins vel og vita að mikið gengur á þegar koma þarf aflanum um borð. Flestir vita líka hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á markaðinum, og hvernig útflytjendur þurfa að hafa snör handtök til að koma vörunni í hendur kaupenda um allan heim. En hvað gerist þarna á milli? Jú, það þarf að landa aflanum. Að tæma lestina á togara er allt annað en létt verk og segir Svavar Helgi Ásmundsson að starfsmenn Löndunar ehf. séu oft í kappi við tímann. Löndun verður 30 ára á næsta ári og þjónustar minni og stærri útgerðir á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum fjórir félagarnir sem vorum að leita okkur að sumarstarfi og enduðum á að stofna fyrirtækið árið 1987. Áður höfðum við unnið fyrir Hraðfrystistöðina og landað úr togurunum Við- ey og Engey yfir sumartímann, og einnig úr Ögra og Vigra. Þetta árið fór Faxamarkaðurinn af stað,

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar