Bengt Scheving Thorsteinsson

Kjartan Þorbjörnsson

Bengt Scheving Thorsteinsson

Kaupa Í körfu

Bent Scheving Thorsteinsson afhendir Páli Skúlasyni, rektor HÍ, hlutabréfin sem mynda stofnfé sjóðsins. Ásgeir Haraldsson prófessor t.v. frétt: BENT Scheving Thorsteinsson afhenti í gær Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, rúmlega sjö milljónir króna sem nota á sem stofnfé í Verðlaunasjóð Óskars Þórðarsonar læknis. Sjóðurinn er stofnaður í minningu Óskars sem var fósturfaðir Bents. Sjóðurinn á að verðlauna vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði barnalækninga en Óskar, sem lést árið 1958, var barnalæknir. Stofnfé sjóðsins er í formi hlutabréfa sem voru að raunvirði 6½ milljón króna þegar Bent undirritaði skipulagsskrá sjóðsins 25. september sl. á dánardegi Óskars Þórðarsonar. Gengi hlutabréfanna hefur hinsvegar hækkað síðan og nam í gærmorgun rúmlega sjö milljónum. Rektor HÍ ákveður úthlutun úr sjóðnum í samráði við deildarforseta læknadeildar. Verðlaun má veita úr sjóðnum árlega eða sjaldnar, eftir því sem tilefni er til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar