Heilsudrekinn

Ásdís Ásgeirsdóttir

Heilsudrekinn

Kaupa Í körfu

DREKINN varð tákn hins keisaralega valds í Kína, segir í táknfræðibók J.E. Cirlot. Keisarinn mátti safna að sér táknmyndum af dreka með fimm klær en drekar hirðmanna hans urðu að bera fjórar. Kínverski drekinn er líka talinn merkja sigur yfir illskunni með vísan í drekabana á við heilagan Georg og Sigurð Fáfnisbana.Orðasambandið kínverska jörðin sameinast drekanum þýðir að farið sé að rigna og drekinn er því nokkurs konar tenging milli krafta himins og jarðar. Til siðs er að búa til dreka úr pappír og tré og bera í skrúðgöngu til þess að biðja um rigningu. Rigni ekki er drekinn eyðilagður. Kínverskir drekar eru stundum í mörgum litum, rauður dreki gætir æðri vísinda, hvítur dreki verndar tunglið. Litirnir tengjast kínverskri stjörnuspeki og plánetum himingeimsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar