Prímadonna bar kálfi

Atli Vigfússon

Prímadonna bar kálfi

Kaupa Í körfu

Hin gríðarstóra Galloway-kýr í Árbót í Aðaldal, Prímadonna, sem verður 23 ára eftir nokkra daga, bar sægráum nautkálfi um helgina. Prímadonna er líklega ein elsta kýr landsins, ef ekki sú elsta, því eldri kýr á lífi eru ekki til á skrá. Hún er af Hríseyjarstofninum en var flutt í land með skipi þegar Árbótarbúið keypti stofninn fyrir réttu ári. Líklega man hún tímana tvenna, enda er hún búin að eiga a.m.k 17 kálfa svo vitað sé, en hún var geld sum árin. Þrátt fyrir háan aldur er Prímadonna hraust og passar kálf sinn mjög vel. Hún var að vísu dálítið eftir sig eftir burðinn og svolítið völt á fótum. Bændur í Árbót reikna ekki með að hún muni eiga fleiri kálfa, þar sem fæturnir eru farnir að gefa sig, en hún er mikil prýði á búinu og mjólkar vel sínum sægráa kálfi, sem kann vel að meta sopann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar