Kjarnaskógur

Skapti Hallgrímsson

Kjarnaskógur

Kaupa Í körfu

Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu sólarhringa. Akureyri - Kjarnaskógur - margir á gönguskíðum. Fallegt er um að litast norður í landi eftir að snjó kyngdi niður um helgina og áfram aðfaranótt gærdagsins. Útivistarelskir Akureyringar voru ekki lengi að draga fram gönguskíðin þegar færi gafst loks og sprettu úr spori í paradísinni Kjarnaskógi. Þar var fjölmenni á sunnudag og nokkrir á ferð síðdegis í gær. Segja má að sumarið hafi kvatt afar hægt og hljótt fyrir norðan; haustið var óvenju milt og gott og langt; rjómablíða á meðan lægðir með tilheyrandi roki og rigningu kvöldu íbúa sunnanlands. Hitastigið nyrðra minnti lengi á sumar þótt skipt hefði verið yfir í haustliti og það var ekki fyrr um miðja síðustu viku sem Akureyringar fengu sýnishorn af vetri. En nú er hann mættur, blessaður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar