Ingi Poulsen

Ingi Poulsen

Kaupa Í körfu

Ingi Poulsenn, hann er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og er að undirbúa komu flóttafólks frá Sýrlandi sem kemur á mánudaginn Það er bara hægt að undirbúa sig að hluta Einn þeirra sjálfboðaliða sem hafa komið að undirbúningi fólksins er Ingi Poulsen. Hann segir löngun til að leggja sitt af mörkum hafa vaknað í kjölfar umræðu og fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður flóttafólks, en í framhaldinu hafði hann samband við Rauða krossinn og bauð sig fram til sjálfboðaliðastarfa. „Rauði krossinn hafði síðan samband við mig fyrir um mánuði og spurði hvort ég vildi taka þátt í þessu verkefni. Þá ákvað ég að stíga fyrstu skref mín sem stuðningsaðili,“ segir Ingi. Dags daglega gegnir Ingi lögfræðistörfum fyrir Reykjavíkurborg en er ekki ókunnur sjálfboðaliðastarfi, því hann hefur m.a. starfað með björgunarsveit. „En ég hef ekki komið nálægt neinu sem er þessu líkt,“ segir hann

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar