Köfunin heillar áfram
Kaupa Í körfu
Silfra á Þingvöllum Margt var um manninn við Silfru í gær og þurftu margir hópar að bíða eftir því að komast í vatnið. Ekkert lát virðist vera á komu ferðamanna í köfun á svæðið þrátt fyrir þær hættur sem svæðið hefur að geyma. Bandarískur ferðamaður lést við yfirborðsköfun í Silfru um helgina. Níu alvarleg slys, þar af fjögur dauðsföll, hafa orðið á svæðinu á síðustu sjö árum. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum, sem send var fjölmiðlum í gær, kemur fram að erfitt sé og lýjandi fyrir starfsmenn þjóðgarðsins að koma að slíkum slysum ítrekað. Ferðaþjónustuaðilar virðast sjálfir sjá um eftirlit með öryggi og aðbúnaði þegar kafað er við Silfru. Samgöngustofa hefur gefið út fyrirmæli vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum en er ekki með staðbundið eftirlit með því hvort þeim er framfylgt. „Það er ekki staðbundið eftirlit, við erum að sinna stjórnsýslulegu öryggiseftirliti, ferðaþjónustufyrirtækin skila til okkar öryggis- og viðbragðsáætlunum sínum og þau eiga að sjá til þess að þeim og fyrirmælum Samgöngustofu sé framfylgt,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, við Morgunblaðið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir