Vorboðar í snjónum á Tjörnesi.

Atli Vigfússon

Vorboðar í snjónum á Tjörnesi.

Kaupa Í körfu

Það var orðið líflegt í fjárhúsunum á Mýrarkoti á Tjörnesi hinn 17.mars sl. þegar Guðmundur Geir Benediktsson bóndi þar kom í fjárhúsin. Þá voru fæddar tvær gimbrar hjá ánni Svört og vissi enginn að þeirra væri von. Hann hringdi strax í konu sína Sigurbjörgu Sveinbjörnsdóttur sem varð ekki síður hissa, en þessar nýfæddu gimbrar urðu kærkomin tilbreyting fyrir barnabörn þeirra hjóna og allir hafa gaman af að klappa þeim. Gimbrarnar heita Birta og Júlía og eru strax farnar að braggast, leika sér og skoða heyið. Eins og sjá má á myndinni af Guðmundi með lömbin er snjór á Tjörnesi og langt í að þær Birta og Júlía fari út með móður sinni til að bíta gras. Ef að líkum lætur verða þær stórar og þroskamiklar í haust og Guðmunur telur að þær verði settar á. Þær eru nú þegar prýði í húsunum og verð vonandi fallegar og farsælar ær í framtíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar