Peysufatadagur Versló

Hanna Andresdottir

Peysufatadagur Versló

Kaupa Í körfu

Peysufatadagur Versló miðbær Reykjavík Ingólfstorg Peysufatadagur Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur í gær, en venju samkvæmt mættu þá annars árs nemar skólans klæddir peysufötum, kjólfötum og íslenskum búningum. Eftir hátíðlega dagskrá í svonefndum Bláa sal skólans héldu nemarnir í átt að miðbæ Reykjavíkur og gengu niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Þar stigu þeir þjóðlegan dans, viðstöddum til mikillar ánægju. Sjálfir virtust nemarnir skemmta sér konunglega, þeir voru margir hverjir með bros á vör er þeir stigu dans undir harmónikuleik. Dagskráin endaði svo á hádegisverði í Perlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar