Ráðstefna um áhrif fíkniefna á líf og heilsu

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ráðstefna um áhrif fíkniefna á líf og heilsu

Kaupa Í körfu

Ráðstefna um áhrif fíkniefna á líf og heilsu RÁÐSTEFNA, sem haldin er að frumkvæði áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja, um áhrif fíkniefnaneyslu á líf og heilsu manna og um aðgerðir stjórnvalda til að hindra aðgengi að fíkniefnum, hófst í gærmorgun á Grand Hótel og lýkur í dag. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Bertha K. Madras, prófessor við Harvard háskólann, en hún hefur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum fíkniefnaneyslu á heilastarfsemina. Fjölmargir innlendir fyrirlesarar og fræðimenn halda einnig erindi m.a. dr. Þórólfur Þórlindsson, Jóhann Loftsson sálfræðingur og dr. Kristinn Tómasson. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Landlæknisembættið, Lögregluna í Reykjavík, fulltrúa framhaldsskólanna, Götusmiðjuna, Barnaverndarstofu, Heimili og skóla, Jafningjafræðsluna, Stórstúku Íslands og Vímulausa æsku. enginn myndatexti © Morgunblaði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar