Vegaframkvæmdir mi Klambratún á Miklubraut

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vegaframkvæmdir mi Klambratún á Miklubraut

Kaupa Í körfu

Nú standa sem hæst framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún. Verkið felst í að bæta forgang strætó og almennt umferðaröryggi, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Framkvæmdir hófust að norðanverðu eða Klambratúnsmegin, en þar verða að- skildir göngu- og hjólastígar, auk þess sem bið- stöðvar strætó verða endurgerðar og umhverfi við akbrautina gert vistlegra við lágan vegg sem kemur meðfram akbraut. Samhliða þessum framkvæmdum verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð að Rauð- arárstíg úr tveimur í eina. „Á verktíma má gera ráð fyrir töfum á umferð vegna fækkunar akreina, en stefnt er að því að verk- þáttum sem kalla á takmarkanir á umferð verði lokið í ágúst. Verkinu í heild á að ljúka í október,“ segir í fréttinni á heimasíðu borgarinnar. Fyrir nákvæmlega 60 árum, eða árið 1957, var ákveðið að ráðast í þá framkvæmd að skipta um jarðveg undir götustæðinu frá Miklatorgi að Lönguhlíð vegna þess að mælingar þóttu sýna að mýrarjarðvegurinn undir götunni myndi ekki þola aukið umferðarálag í framtíðinni. Miklatorg var þar sem nú eru gatnamót Gömlu Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar. Torgið var tekið í notkun í október 1951 og var fyrsta umferðartorgið í bænum sem var fullgert og malbikað. Við þessar framkvæmdir var Miklabraut breikkuð meðfram Klambratúni og gerð undirgöng við götuna við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar auk ýmissa annarra umbóta sem miðuðu að auknu umferðaröryggi. Undirgöngin voru þau fyrstu sem gerð voru undir götu í Reykjavík

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar