Julian Ranger

Ófeigur Lýðsson

Julian Ranger

Kaupa Í körfu

Breski fjárfestirinn og frumkvöðullinn Julian Ranger, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Digi.me, hefur gert Ísland að prufumarkaði fyrir forritið. Digi.me leyfir notendum að safna saman og halda utan um eigin persónuupplýsingar og hefur fyrirtækið unnið að notendahæfu snjallsímaforriti síðustu ár, þar sem notendur geta geymt allar sínar helstu persónuupplýsingar, allt frá ljósmyndum, upplýsingum frá samfélagsmiðlum yfir í verðmætari gögn eins og heilsuupplýsingar, lánstraust og millifærslur. Ranger hefur unnið hér á landi með heilbrigðisyfirvöldum og eru Íslendingar fyrsta þjóðin sem getur prófað digi.me og sótt rafrænu heilbrigðisgögnin sín og hlaðið niður í forritið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar