Jón Björnsson - landvörður - þjóðgarðsvörður - Hornstrandir - Snæfellsjökull

Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Björnsson - landvörður - þjóðgarðsvörður - Hornstrandir - Snæfellsjökull

Kaupa Í körfu

Jón Björnsson - landvörður - þjóðgarðsvörður - Hornstrandir - Snæfellsjökull Nærri þrjú tonn af rusli söfnuðust í hreinsunarleiðangri sjálfboðaliða sem fóru í Aðalvík á Hornströndum um síðustu helgi. Þetta var í fjórða sinn sem farið var í þessu skyni um svæðið, en leiðangurinn er samstarfsverkefni fjölmargra, Íslendinga sem útlendinga. Alls hafa verið fjarlægð nær 20 tonn af rusli, ekki síst plasti, af svæðinu og áætla má að rúmlega annað eins sé enn eftir. Farið var á svæðið frá Ísafirði með varðskipinu Þór, en Landhelgisgæslan og starfsmenn hennar hafa lengi verið bakhjarlar ýmissa verkefna sem sinna þarf í þessu friðlandi ystu nesja. Jón Björnsson, nú þjóð- garðsvörður við Snæfellsjökul, er einn þeirra sem hefur komið að verkefninu frá upphafi og sinnti landvörslu í áraraðir á þessum slóðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar