Svali og svavar - Grís - K100

Svali og svavar - Grís - K100

Kaupa Í körfu

Kristín Sif Björgvinsdóttir, Sigvaldi Kaldalóns, Svavar Örn og grísinn Heiða Þeir Svali og Svavar hafa séð um morgunþátt K100 síðustu fimm árin. Þeir hlakka til að hleypa hlustendum inn í stúdíó til sín á morgnana. „Þetta er aukin nálægð við hlustendur sem fá að sjá betur á bak við tjöldin. Tímarnir hafa breyst og samskiptin eru að verða myndrænni. Fólk hringir sjaldnar inn í þáttinn en sendir þeim mun meira af skilaboðum í gegnum Facebook-síðuna okkar, Twitter, Instagram og Snapchat. Nálægð við útvarpsfólk er að verða algjört lykilatriði í útvarpi í dag,“ segir Svali. Þeir félagar virðast ansi nánir hlustendum sínum nú þegar. „Ég kalla þá vini okkar,“ segir Svavar og tekur sem dæmi óvænta uppá- komu tengda bakkelsi. Á tímabili voru Svali og Svavar með æði fyrir möndluköku með bleiku kremi og varð tíðrætt um hana í beinni útsendingu. Á föstudegi í júlíbyrjun voru þeir á leið á Flúðir í útilegu, og sögðu í hálfkæringi að þeir myndu fá sér möndluköku á laugardeginum og að fólk væri velkomið. „Við áttum ekki von á neinum en það mættu 300 manns. Þetta varð upphafið að árlegri fjölskyldu- útilegu K100, Möndlunni,“ segir Svavar. Svali og Svavar verða á nýjum tíma í breyttri dagskrá K100 og fara í loftið klukkan 6:30 alla virka morgna. Báðir eru þeir yfirlýstir Bmenn, en lýst vel á breytingarnar. „Við erum nú búnir að sjóast að- eins í ræsinu á morgnana,“ segir Svali, sem hefur þróað með sér þaulskipulagða morgunrútínu. Hún felur meðal annars í sér að hringja og vekja Svavar, vin sinn, sem hann segir að sofi fastar en Þyrnirós. „En nú verðum við í mynd alla morgna sem er svolítið ógnvænlegt,“ segir Svali. „Stína, sem er okkur til halds og trausts, er lærð sminka, svo þetta ætti að verða í lagi.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar