Svali og Svavar á K100

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Svali og Svavar á K100

Kaupa Í körfu

Dagskrá K100 tekur stakkaskiptum frá og með deginum í dag. Magasín, þáttur Huldu og Hvata, fer í loftið síðdegis og Siggi Gunn færir sig á morgunvaktina frá klukkan 9-12 með þátt sinn „Í beinni.“ Svali Kaldalóns, dagskrárstjóri K100, segir stöðina fyrir löngu hafa sannað sig með frábærri tónlist sem sé að- gengileg fyrir alla. Ný viðbót öflugs dagskrárgerðarfólks, auk frétta frá ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is, muni efla stöðina til muna. „K100 er útvarpsstöð sem höfðar til fólks á flestum aldri, en áherslan er þó á fólk frá 25 til 49 ára. Tónlistin sem við spilum er ný, nýleg og í bland við eldra efni frá sokkbandsárum hlustenda sem voru upp á sitt besta í kringum síðustu aldamót. Það er óhætt að segja að það sé aldrei lognmolla í dagskránni og við nýtum sérhverja stund til að uppfræða hlustendur og skemmta.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar