Ragnar Kjartansson

Hanna Andrésdóttir

Ragnar Kjartansson

Kaupa Í körfu

Ný sýning Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsinu, 'Guð, hvað mér líður illa' Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson opnar á laugardaginn fyrstu safnsýningu sína hér á landi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi og ber hún titilinn Guð, hvað mér líður illa. Ekki er þó að sjá að Ragnari líði illa, hann er hinn hressasti þar sem hann situr með blaðamanni í safninu, fjórum dögum fyrir opnun, og drekkur bleksvart kaffi. Allt í kring eru starfsmenn að bisa við að setja upp sýninguna sem verður í öllum sölum safnsins og þarf sjálfur Erró að víkja úr sínu fasta rými fyrir þessum fertuga spútniklistamanni. Þetta er með viðameiri sýningum sem settar hafa verið upp í safninu og var uppsetningin skammt á veg komin þegar viðtalið átti sér stað. Það var því ekki í boði að ganga með Ragnari um sýninguna en rjúkandi kaffibolli var vel þeginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar