Forsetinn og ólympíulið

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Forsetinn og ólympíulið

Kaupa Í körfu

Afreksmennirnir ásamt forseta Íslands og forseta ÍSÍ. F.v. Ellert B. Schram, Guðrúnar Arnardóttir hlaupakona, Ólafur Ragnar Grímsson, Vala Flosadóttir stangarstökkvari og Örn Arnarson sundmaður. FRJÁLSÍÞRÓTTAKONUNUM Völu Flosadóttur og Guðrúnu Arnardóttur og sundmanninum Erni Arnarsyni, sem öll kepptu við góðan orðstír á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu, var boðið til samsætis hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær. Með þeim í för var Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Vala varð sem kunnugt er í þriðja sæti í stangarstökki á Ólympíuleikunum, stökk yfir 4,50 metra í stangarstökki. Með afreki sínu varð Vala þriðji Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum. Guðrún komst í úrslit í 400 metra grindahlaupi og hafnaði í sjöunda sæti. Örn Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, varð í fjórða sæti í 200 metra baksundi, synti á 1.59,00, sem er besti árangur sem íslenskur sundmaður hefur náð á ólympíuleikum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar