Fríkirkjuvegur 11 - Málarar

Fríkirkjuvegur 11 - Málarar

Kaupa Í körfu

Kristín Sigurðardóttir, Halldóra Hermannsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir og Lóa Katrín Biering. Aftur til fortíðar við Fríkirkjuveg Miklar endurbætur hafa staðið yfir í um tvö ár á húsinu Fríkirkjuvegi 11. Þegar kemur að endurbótum á veggjum hússins hefur Kristján Haagensen, málarameistari hússins, og hans teymi staðið í ströngu við forvinnu verksins. Hafa þau verið við störf í húsinu í tvö ár og eytt feiknarlegum tíma í rannsóknar- vinnu á því hvernig húsið var upp- haflega málað. Þau sem meðal annars hafa rétt Kristjáni Haagensen hjálparhönd við verkið eru þær Kristín Sigurð- ardóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Lóa Katrín Biering og Halldóra Her- mannsdóttir. Hafa þær endurmálað aðalinngang hússins eftir gamalli málunaraðferð. Þá hafa þær stöllur víðfeðma reynslu af málarastörfum af þessu tagi; gamalli málaratækni, þ.e.a.s. marmaramálun og oðrun, sem og að vinna í friðuðum húsum. Morgunblaðið náði tali af Halldóru Hermannsdóttur um hvernig endur- bótum miðaði á Fríkirkjuvegi 11 og hvað fælist í málunaraðferðunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar