Félagsstofnun stúdenta

Hanna Andrésdóttir

Félagsstofnun stúdenta

Kaupa Í körfu

Félagsstofnun stúdenta er stofnuð árið 1968. Fyrirmyndin var sótt til Oslóar til Studentsamskipnaden, sem er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta þar í borg. Fulltrúum þeirra var boðið til landsins undir árslok 1966 og kynntu þeir sína starfsemi á ráðstefnu sem Stúdentaráð hélt. Í kjölfarið mótuðu stúdentaráð og Ármann Snævarr rektor hugmyndirnar og frumvarpið, sem varð að lögum 20. apríl árið 1968. Með þessu voru hagsmunamál stúdenta færð í þeirra hendur og Gamli garð- ur og Nýi garður, sem og barnaheimili og bóksala urðu hluti af þessu nýja fyrir- tæki í eigu stúdenta. Minningarsjóður lagði grunninn að Hjónagörðum „Í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar var mikið hagsmunamál að byggja nýja stúdentagarða. Lítið var um fé, en það bráðvantaði garða fyrir fjölskyldu- fólk. Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, sem var formaður Stúdentaráðs á þess- um tíma, lagði til að þeir sem vildu minnast foreldra hans og systursonar, sem fórust í bruna á Þingvöllum, gætu lagt framlag í þeirra minningu í byggingarsjóð fyrir Hjónagarða, og það er að miklu leyti grunnurinn að því að sú bygging komst í gang,“ segir Guðrún Björnsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar