Ahmadi fjölskyldan
Kaupa Í körfu
Einskær gleði. Endalaust þakklæti. Ahmadi-fjölskyldan getur vart lýst létti sínum og ánægju með orðum. Eftir að hafa flúið alla leið til Íslands undan árásum talibana í Afganistan hefur bjartur vonarneisti kviknað. „Loksins komu góðar fréttir. Mér fannst ég fljúga þegar ég fékk svarið,“ segir aldursforsetinn Ali Ahmad. Fréttirnar góðu eru þær að Útlendingastofnun hefur verið gert að taka hælisumsókn fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar. Kærunefnd útlendingamála sneri á mánudag við úrskurði stofnunarinnar um að senda fjölskylduna aftur til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Og hamingjan ræður ríkjum í íbúð fjölskyldunnar í Seljahverfi í Reykjavík. Hún sést í augum þeirra og heyrist á hlátri þeirra. Kvíðinn hefur vikið, að minnsta kosti tímabundið, fyrir bjartsýni og von. Innan þriggja mánaða er búist við því að niðurstaða Útlendingastofnunar liggi fyrir. Þá mun ráðast hvort Ahmadi-fjölskyldan fái hér hæli og geti byrjað nýtt líf af krafti. Ahmadi-fjölskyldan flúði frá Afganistan fyrir þremur árum en fjölskyldan býr nú í Breiðholtinu og hefur aðlagast vel Íslandi
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir