Ahmadi fjölskyldan

Ahmadi fjölskyldan

Kaupa Í körfu

Ein­skær gleði. Enda­laust þakk­læti. Ahma­di-fjöl­skyld­an get­ur vart lýst létti sín­um og ánægju með orðum. Eft­ir að hafa flúið alla leið til Íslands und­an árás­um talib­ana í Af­gan­ist­an hef­ur bjart­ur von­ar­neisti kviknað. „Loks­ins komu góðar frétt­ir. Mér fannst ég fljúga þegar ég fékk svarið,“ seg­ir ald­urs­for­set­inn Ali Ahmad. Frétt­irn­ar góðu eru þær að Útlend­inga­stofn­un hef­ur verið gert að taka hæl­is­um­sókn fjöl­skyld­unn­ar til efn­is­legr­ar meðferðar. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála sneri á mánu­dag við úr­sk­urði stofn­un­ar­inn­ar um að senda fjöl­skyld­una aft­ur til Þýska­lands á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar. Og ham­ingj­an ræður ríkj­um í íbúð fjöl­skyld­unn­ar í Selja­hverfi í Reykja­vík. Hún sést í aug­um þeirra og heyr­ist á hlátri þeirra. Kvíðinn hef­ur vikið, að minnsta kosti tíma­bundið, fyr­ir bjart­sýni og von. Inn­an þriggja mánaða er bú­ist við því að niðurstaða Útlend­inga­stofn­un­ar liggi fyr­ir. Þá mun ráðast hvort Ahma­di-fjöl­skyld­an fái hér hæli og geti byrjað nýtt líf af krafti. Ahmadi-fjölskyldan flúði frá Afganistan fyrir þremur árum en fjölskyldan býr nú í Breiðholtinu og hefur aðlagast vel Íslandi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar