Símamótið

Símamótið

Kaupa Í körfu

Símamótið í Kópavogi var hald- ið með pomp og prakt um helgina. Þetta var í 32. sinn sem mótið er haldið en tæplega 2.000 stelpur hvaðanæva af landinu tóku þátt í mótinu í ár. Mikill fjöldi fólks mætti í Kópa- vog og fylgdist með mótinu sem haldið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og er stærsta knatt- spyrnumót landsins. Ríflega 300 lið frá 38 félögum spiluðu sam- tals um 1.200 leiki á mótinu og fóru þeir allir fram á félags- svæði Breiðabliks, úti og inni í Fífunni. Þegar Morgunblaðið bar að garði í gærmorgun og spurði stelpurnar og mótsgesti um Evrópumótið í Hollandi stóð ekki á svörum. Flestir voru afar áhugasamir og spáðu stelpunum í landsliðinu góðu gengi en fyrsti leikur liðsins er á morgun gegn firnasterku liði Frakka. Það er því ljóst að kvennalands- lið Íslands á dygga aðdáendur og stuðningsmenn í stelpunum á Símamótinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar