Jökulsárlón friðlýst

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jökulsárlón friðlýst

Kaupa Í körfu

Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði, Björn Ingi Jónsson, sveitarstjóri Hornafjarðar, Björt Ólafsdóttir ráðherra og Þórður H. Ólafsson, frkvstj. þjóðgarðsins. Jökulsárlón var í gær friðlýst með reglugerð og er nú hluti Vatnajökulsþjóðgarðs auk umfangsmikils svæðis umhverfis lónið. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði reglugerðina við athöfn á austurbakka lónsins eftir hádegi í gær. Þjóðgarðurinn er nú sá fyrsti og eini á Íslandi sem liggur báðum megin við þjóðveg 1. Einnig er hann sá fyrsti sem nær frá fjalli að fjöru, frá hæsta tindi landsins, Hvannadalshnjúki, að suðurströnd landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar