350 manns dansa La La Land niður Skólavörðustíginn

Kristinn Magnúsosn

350 manns dansa La La Land niður Skólavörðustíginn

Kaupa Í körfu

Götuleikhús Reykjavíkur mun ásamt 350 skátum koma með ,,annan dag af sól” (Another day of sun) niður Skólavörðustíginn klukkan 17.00 á morgun (föstudag). Um er að ræða upphafsatriðið úr kvikmyndinni La La Land. Götuleikhús Reykjavíkur er nú að vinna að atriðinu og æfir með sjö fimmtíu manna hópum af skátum víðs vegar úr heiminum. Skátarnir eru hérna vegna stærsta skátamóts sem hefur verið haldið á Íslandi en þema mótsins er Change – Inspired by Iceland og atriðið er unnið í kringum það þema. Komið verður fyrir hátalarakerfi svo að gleði tónlistin úr söngvamyndinni La La Land geti ómað um miðbæ Reykjavíkur. Þessi gjörningur er sá síðasti sem Götuleikhúsið framkvæmir í sumar en yfir sumarið hefur leikhópurinn framkvæmt fjölmarga gjörninga fyrir gesti borgarinnar. Það má því með sanni segja að Götuleikhúsið endi með stæl. Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri heldur utan um þetta viðamikla atriði og dansarinn Guðmundur Elías Knúdsen sér um hreyfingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar