Grófarlækur - olíumengun - olíubrák - olía

Grófarlækur - olíumengun - olíubrák - olía

Kaupa Í körfu

Talsverð olíumengun er í Grófarlæk í Fossvogsdal í Reykjavík, en hann rennur í vestari Elliðaá. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning um olíumengunina á laugardag og var slökkviliðið kallað út til að sinna mengunarvörnum, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar. Slökkviliðið hefur komið fyrir slöngum til að reyna að hefta lekann og síum sem eiga að draga olíuna í sig. Sjáanleg olíubrák er á vatninu eins og má sjá á meðfylgjandi mynd þar sem olíubrákin liggur við hliðina á olíusíunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar