Skessuhorn - Skessuhornið komið í vetrarbúning

Skessuhorn - Skessuhornið komið í vetrarbúning

Kaupa Í körfu

Hið tignarlega Skessuhorn, sem blasir við öllum þeim sem fara um Borgarfjörð, hefur nú klæðst vetrarbúningi. Dregur snjórinn fram skarpar línur fjallsins, sem mörgum þykir minna á pýramídana í Gísa. Skessuhorn rís 964 metra yfir sjávarmál og er hluti fjallgarðs sem nefnist Skarðsheiði. Hæsti tindur garðsins er hið svonefnda Heiðarhorn sem er 80 metrum hærra en Skessuhornið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar