Breiðablik - Haukar körfubolti kvenna

Breiðablik - Haukar körfubolti kvenna

Kaupa Í körfu

Breiðablik - Haukar körfubolti kvenna Það urðu heldur betur óvænt úrslit í fimmtu umferð Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi þegar nýliðar Breiðabliks unnu öruggan sigur á Haukum, 92:74. Haukar höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í deildinni en fengu á sig 35 stig strax í fyrsta leikhluta og þá varð ekki aftur snúið. Ivory Crawford var stigahæst með 28 stig fyrir Blika á meðan 22 stig og 15 fráköst frá Helenu Sverrisdóttur dugðu ekki til fyrir Hauka. Eftir þrjá tapleiki í röð komust Íslandsmeistarar Keflavíkur á sigurbraut á ný þegar liðið vann Skallagrím suður með sjó, 107:92. Brittanny Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 35 stig en hjá Borgnesingum átti Carmen TysonThomas stórleik þar sem hún skoraði 49 stig og tók 18 fráköst. Valur átti svo ekki í vandræðum með botnlið Njarðvíkur og vann öruggan sigur, 104:72. Alexandra Petersen fór fyrir Valsliðinu með 31 stig en hjá Njarðvík skoraði Shalonda Winton 27 stig

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar