690 Vopnafjörður

Haraldur Jónasson / Hari

690 Vopnafjörður

Kaupa Í körfu

Bíó Paradís Karna Sigurðardóttir, leikstjóri Sebastian Ziegler, Tökumaður Vopnafjörður er einstaklega sumarfagur stað- ur og bærinn snyrtilegur og tekur vel á móti gestum en rétt eins og á aðra staði á Íslandi setja árstíðirnar mark sitt á hann. Á Vopnafirði búa nú 645 manns, eins og kemur fram í nýrri íslenskri heimildarkvikmynd, 690 Vopnafjörður, sem sýningar hefjast á í Bíó Paradís í dag, fimmtudag. Í upplýsingum um kvikmyndina segir að í daglegu amstri samfélagsins vofi yfir ógnin af fólksfækkun en hver einstaklingur skipti miklu máli til að halda voninni um að litla byggðarlagið eigi sér framtíð. Í kvikmyndinni sé gefin innsýn í tengsl íbúanna við heimabæinn, sjálfsmyndina sem er samofin firðinum og samfélagsleg áhrif sem halda fólki heima eða bera það á önnur mið. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Karna Sigurðardóttir en kvikmyndatökumaðurinn Sebastian Ziegler hefur unnið með henni að verkinu síðan 2012.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar