Marta Nordal

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Marta Nordal

Kaupa Í körfu

„Rannsóknarspurningin sem við lögðum upp með var: Af hverju drepur maður mann? Hvað fær venjulegar manneskjur til að fremja hryllilegan glæp?“ segir Marta Nordal leikstjóri um uppfærslu leikhópsins Aldrei óstelandi á Natan sem frumsýndur verður á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Handrit sýningarinnar vann leikhópurinn í samvinnu við Sölku Guðmundsdóttur, en leikhópinn skipa Edda Björg Eyjólfsdóttir sem leikur Agnesi, Stefán Hallur Stefánsson sem er Natan, Birna Rún Eiríksdóttir sem er Sigríður og Kjartan Darri Kristjánsson sem leikur Frið- rik. Edda Björg, sem stofnaði Aldrei óstelandi með Mörtu, hefur leikið í öllum uppfærslum leikhópsins, þ.e. Fjalla-Eyvindi, Sjöundá, Lúkasi og Ofsa, og Stefán Hallur hefur leikið í öllum uppfærslunum nema FjallaEyvindi. „Birna Rún og Kjartan Darri eru spennandi ungir leikarar og gefa mikið af sér. Vinnuaðferðir okkar í Aldrei óstelandi reyna oft mikið á sökum þess að vinnan einkennist af mikilli leit þar sem allt er opið. Það er því mjög mikilvægt að vera með leikara sem eru opnir og óhræddir að spyrja spurninga.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar