Johan Norberg - Askja - Fyrirlestur

Johan Norberg - Askja - Fyrirlestur

Kaupa Í körfu

Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi - Johan Norberg Ég tel að sú framtíðarsýn sem við höfum geti haft áhrif á það hvar við endum. Ef við höldum uppi bjartsýnu viðmóti gagnvart því hvert við stefnum, þá munum við líklega fjárfesta meira í framtíðinni og hugsa málin til lengri tíma og vonandi gera hlutina betri,“ segir sænski sagnfræðingurinn Johan Norberg, höfundur bókarinnar Framfarir: tíu ástæður til þess að taka framtíðinni fagnandi. Bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu. Norberg var staddur hér á landi í vikunni og flutti hann meðal annars erindi í Öskju á mánudaginn var og var erindið vel sótt. Hann segir að þegar horft sé til þess hversu langt mannkynið sé komið á veg sé óhætt að horfa bjartsýnum augum fram á veginn. „Við höfum séð mestu framfarir í samfélags- og efnahagsmálum sem sést hafa í marga áratugi. Það er til dæmis staðreynd sem talar fyrir sig sjálf, að á hverjum degi ná 130.000 manns að rífa sig upp úr fá- tækt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar