Landsliðið í Handbolta
Kaupa Í körfu
Arnór Þór Gunnarsson, Rúnar Kárason og Egill Magnússon og fleiri. „Leikirnir við Svía eru stórt skref í okkar undirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram fer í Króatíu í byrjun næsta árs,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, um vináttuleikina tvo við Svía sem framundan eru. Fyrri viðureignin verður í kvöld í Laugardalshöll og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Svíar mæta með sitt sterkasta lið til leiks undir stjórn landsliðsþjálfara síns, Íslendingsins Kristjáns Andréssonar. Síðari leikur landsliða þjóðanna verður í Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan 14. „Þetta verða alvöruleikir, á því leikur enginn vafi. Svíar eru með einni undantekningu með sitt besta lið, það sem hafnaði í sjötta sæti á HM í Frakklandi í ársbyrjun. Meðal annars eru í liðinu tveir af allra bestu markvörður heims, Andreas Palicka og Mikael Appelgren, sem leika báðir með þýska meistaraliðinu RheinNeckar Löwen,“ sagði Geir sem teflir fram nokkuð mörgum yngri leikmönnum í leikjunum tveimur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir