Rúmeníuþýfi

Þorkell Þorkelsson

Rúmeníuþýfi

Kaupa Í körfu

SKARTGIPIR, myndbandsupptökuvélar og faxtæki voru hluti af þýfi sem tveir íslenskir lögreglumenn komu með til landsins frá Rúmeníu um helgina. Rúmenskur innbrotsþjófur stal gripunum í sjö innbrotum í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði sl. sumar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík er talið að verðmæti góssins nemi um 25 milljónum. Rúmeninn sendi varninginn með pósti frá Íslandi. Þýfið fannst er rúmenska lögreglan gerði leit á heimili móður mannsins og systur. Í húsleitinni fannst einnig talsvert af dýrum fatnaði sem hann er grunaður um að hafa stolið á Írlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar