Heimshornaflakk með Heimsklúbbi Ingólfs

Þorkell Þorkelsson

Heimshornaflakk með Heimsklúbbi Ingólfs

Kaupa Í körfu

Sambasveifla í Rio de Janeiro TÆPLEGA fimm hundruð Íslendingar fóru á heimshornaflakk með Heimsklúbbi Ingólfs og ferðaskrifstofunni Prímu fyrir skömmu. Í heila viku sleiktu þeir sólina og nutu lífsins lystisemda í gleðiborginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Margar helstu náttúruperlur og ferðamannastaðir borgarinnar voru skoðuð, en síðasta skipulagða ferðin var á tilkomumikla sýningu í Platforma-sýningarhöllinni í Ríó, hvar léttklæddar meyjar og menn dilluðu sér fáklædd um sviðið undir sambatónlist. MYNDATEXTI: Íslendingar eru alltaf fyrirferðarmiklir og flottir hvar sem þeir koma, a.m.k. miðað við höfðatölu. Hér kyrjar fríður hópur Íslendinga "Á Sprengisandi" á sviði í Rio de Janeiro í síðustu viku. Á myndinni má m.a. sjá Viðar Þorsteinsson, sem heldur á hljóðnemanum, og Jóhann Þorvaldsson frá Vestmannaeyjum en hann skeiðaði um sviðið til að láta hópinn halda dampinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar