Fylgjast með veðurspánni í Kína

Helgi Bjarnason

Fylgjast með veðurspánni í Kína

Kaupa Í körfu

Íslenskir minkabændur fylgjast á sama hátt með veðurspánni fyrir Kína og bændur gera fyrir Ísland. Þeir selja skinnin í austurveg og Kínamarkaður ræður miklu um verðmyndun. Kaldur vetur í Kína gæti komið skinnaverðinu upp úr þeim öldudal sem það er nú í og bjargað hag loðdýrabænda uppi á Íslandi. Nóvembermánuður og fram í desember er uppskerutími minkabænda. Þá eru þeir að pelsa dýrin sem kallað er og verka skinnin fyrir flutning í uppboðshúsið í Danmörku. Þorbjörn Sigurðsson, minkabóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi, segir að þótt pelsunin sé mikilvæg sé gotið mikilvægasti tími ársins á minkabúinu. „Hægt er að klúða málum á mörgum stigum en ef það koma ekki hvolpar á vorin þá skiptir annað ekki máli. Það er líka skemmtilegasti tími ársins, að sjá hvolpana fæðast og komast á legg,“ segir Þorbjörn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar