Blár ofurmáni miðvikudaginn 31. janúar

Blár ofurmáni miðvikudaginn 31. janúar

Kaupa Í körfu

Miðvikudaginn 31. janúar — kl. 13:27 að íslenskum tíma — verður tunglið fullt í annað skipti á árinu 2018 og í annað sinn í janúarmánuði. Þegar tvö full tungl verða í einum og sama mánuði er seinna fulla tunglið kallað blátt tungl, þótt liturinn sé ekkert öðruvísi en venjulega. Tunglmánuðurinn — tíminn milli fullra tungla — er 29,5 dagar svo fyrst febrúarmánuður hefur aðeins 28 daga verður ekkert fullt tungl í febrúar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar