Fjöltefli Fischer Random

Hanna Andrésdóttir

Fjöltefli Fischer Random

Kaupa Í körfu

Indverska undrabarnið Nihal Sarin. Slembiskákarklukkufjöltefli Reykjavíkurskákmótið hefst í dag klukkan 15 í Hörpu. Teflt er til minningar um stórmeistarann Bobby Fischer, en hann hefði orðið 75 ára föstudaginn 9. mars. Reyndar var þjófstartað í gær þegar indverska undrabarnið Nihal Sarin tefldi Fischer-slembiskákfjöltefli í höfuðstöðvum Gamma, sem er aðalstyrktaraðili mótsins. Sarin tefldi við 11 andstæðinga og vann níu skákir en gerði tvö jafntefli, við Gunnar Björnsson, forseta Skáksambandsins, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, margfaldan Íslandsmeistara kvenna. Sarin sagði á eftir að þetta hefði verið erfiðara en hann bjóst við enda ekki vanur að tefla slembiskák. Að þessu sinni eru um 250 keppendur skráðir til leiks á 36. Reykjavíkurskákmótinu og þar af eru 160 erlendir keppendur frá 35 löndum. Keppendalistinn samanstendur af áhugaverðum undrabörnum, sterkum skákkonum og svo áhugamönnum og öflugu heimavarnarliði, að sögn Gunnars Björnssonar forseta Skáksambands Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar