Fjöltefli Fischer Random
Kaupa Í körfu
Indverska undrabarnið Nihal Sarin. Slembiskákarklukkufjöltefli Reykjavíkurskákmótið hefst í dag klukkan 15 í Hörpu. Teflt er til minningar um stórmeistarann Bobby Fischer, en hann hefði orðið 75 ára föstudaginn 9. mars. Reyndar var þjófstartað í gær þegar indverska undrabarnið Nihal Sarin tefldi Fischer-slembiskákfjöltefli í höfuðstöðvum Gamma, sem er aðalstyrktaraðili mótsins. Sarin tefldi við 11 andstæðinga og vann níu skákir en gerði tvö jafntefli, við Gunnar Björnsson, forseta Skáksambandsins, og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, margfaldan Íslandsmeistara kvenna. Sarin sagði á eftir að þetta hefði verið erfiðara en hann bjóst við enda ekki vanur að tefla slembiskák. Að þessu sinni eru um 250 keppendur skráðir til leiks á 36. Reykjavíkurskákmótinu og þar af eru 160 erlendir keppendur frá 35 löndum. Keppendalistinn samanstendur af áhugaverðum undrabörnum, sterkum skákkonum og svo áhugamönnum og öflugu heimavarnarliði, að sögn Gunnars Björnssonar forseta Skáksambands Íslands.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir