Gamlir karlar rökræða á Austurvelli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gamlir karlar rökræða á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Málfundur í miðborginni AUSTURVÖLLUR er fallegur á sumrin en á haustin er hann jafnvel enn fallegri. Á haustin breytir náttúran um svip og það gerir fólkið líka. Eldri kynslóðin kann svo sannarlega að meta haustið og þó að fremur svalt sé í veðri þýðir það ekki að það sé ekki lengur hægt að sitja á bekknum í námunda við Jón Sigurðsson og spjalla svolítið. Það eina sem þarf að gera er að klæða sig ögn betur - renna upp í háls, setja upp vettlinga og þá er allt klárt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar