Ísafjörður og Nágrenni - Ísafjörður

Ísafjörður og Nágrenni - Ísafjörður

Kaupa Í körfu

Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum við Vestfirð- inga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað komið upp. Samgöngumálin, orkumálin og atvinnumálin eru það sem brennur á Vestfirðingum og að sögn Sigríð- ar fer mikil orka sveitarfélaganna í að fylgja þessum málum eftir við ríkisvaldið, jafnvel svo mikil orka að það bitni á getu sveitarfélaganna til að sinna öðrum málum eins og best yrði á kosið. „Það sjá allir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum að ef við ekki vinnum þessi stóru mál og náum fram þessum úrbótum sem virkilega þarf, þá erum við í tapaðri baráttu, ef svo má segja. Málin eru ekki á forræði sveitarfélaganna en sveitarfélögin þurfa samt að vinna mjög hart að þessu,“ segir Sigríð- ur. „Þessi stóru mál eru það sem skilur á milli feigs og ófeigs í því að við getum vaxið og dafnað. Það er svolítið stóra málið. Ef samgöngur, raforka og nettengingar eru á pari við aðra landshluta þá getur svæðið plumað sig.“ Hún segir sveitarfélögin á atvinnusvæðunum þremur á Vestfjörðum að mestu leyti vera að hugsa um svipaða hluti. Í sömu baráttunni, ef svo má segja. „Fyrir suðurfirðina er verið að horfa á Teigsskóginn og fyrir allt svæðið, bæði norður og suður, er verið að horfa á Dýrafjarð- argöngin og Dynjandisheiðina sem eina einingu, því það skiptir gríð- arlega miklu máli fyrir þessi sveitarfélög að geta komist nær hvert öðru, þannig að það verði betri samgöngur á milli, meira flæði fólks fram og til baka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar