Ísafjörður og Nágrenni - Bolungarvík

Ísafjörður og Nágrenni - Bolungarvík

Kaupa Í körfu

Bolskoðun - Bolungarvík „Ef þetta laxeldi kæmi yrðum við orðnir nokkuð sáttir í bili,“ segir Kristján Jón Guðmundsson í Bolungarvík. Hann var nýbúinn að hífa bát sem hann á ásamt öðrum á flot og var að skoða ástand kjalarins er blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. „Við nennum alveg að vinna ef við fáum vinnu og við getum alveg bjargað okkur ef við fáum leyfi til þess. Þetta felst í því að það séu einhver tækifæri fyrir menn hérna, því að við erum ýmislegt að hugsa. Þetta er það brýnasta sem er í deiglunni.“ Kristján segir Óshlíðargöngin hafa aukið samvinnu Bolvíkinga og Ísfirðinga og sér fyrir sér að hún aukist enn. „Við höfum verið eins og aðrir, lifað í hrepparíg og svona, en núna er það bara búið. Það er frístundarúta á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, sem er gífurleg breyting fyrir fólk sem er með börn í íþróttum. Þó að maður verði alltaf Bolvíkingur vil ég að Ísafjörður lifi vel, því að ef Ísafjörður lifir illa, þá lifum við líka illa,“ segir Kristján Jón.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar