Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Kötlu DMI

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Kötlu DMI

Kaupa Í körfu

„Samtök ferðaþjónustunnar eru lifandi og kraftmikil hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hátt í 400 fyrirtæki eru innan raða samtakanna, bæði stór og smá fyrirtæki í öllum geirum ferðaþjónustunnar um land allt,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, sem var nýlega kjörin formaður samtakanna og hefur um árabil verið framkvæmdastjóri Kötlu DMI. Hún tók við embættinu af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins. Afar mjótt var á mununum í formannsslagnum. Í formannskjörinu atti hún kappi við tvo mótframbjóðendur, þá Þóri Garðarsson, stjórnarformann Gray Line, og Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra bílaleigunnar Geysis. Áður hafði Róbert Guðfinnsson dregið framboð sitt til baka. Af um 70 þúsund greiddum atkvæðum munaði aðeins 72 atkvæðum á Bjarnheiði og Þóri. Þannig hlaut hún 44,72% greiddra atkvæða en Þórir 44,62%. Margeir hlaut 10,65%.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar